Ei voga sér að jökulrönd Drottnar hvorki né djöflar Lífsvon mín að engu varð Í ferðalok svo þreyttur
Eintal óttans kvað sér hljóðs Sáttur gaf upp andann Gröf mín þar sem gafst upp hold Í jökulsins langa dal og kalda
Ég veit ég aldrei kem til baka Til baka heim til þín Ég leggst í svefninn langa Í friði og ró í Kaldadal
Dauðans hvíta hulan köld Graenan gróður kaefir Lífsins dagur stuttur er Í jökulsins langa dal og kalda
Ég veit ég aldrei kem til baka Til baka heim til þín Ég leggst í svefninn langa Í friði og ró í Kaldadal Ég sef og aldrei dagar aftur Nótt mín eilíf er Ég leggst í svefninn langa Í friði og ró í Kaldadal